07 December 2008

Dagur 20

Við fórum með Bjarka Þór í leikskólann hans í morgunn að mála piparkökur :)
(Þessi mynd er reyndar tekin á símann hans Birgis, þar sem myndavélin okkar er ónýt)

05 December 2008

Dagur 19



Í gamla daga þegar ég var lítil stelpa, þá var eitt af því yndislegasta sem ég gerði, að sitja í fanginu á ömmu í Skeiðó á meðan hún ruggaði mér og söng fyrir mig úr Vísnabókinni. Góðar minningar gleymast aldrei og það er alltaf gott að ylja sér við þær.

04 December 2008

Dagur 18

Í dag ætla ég að hafa smá getraun fyrir ykkur :) Þið sem getið giskað á hvað þetta er, komist í pott sem ég dreg svo úr í næstu viku, og sá heppni fær sendann smá pakka.
Þetta er hlutur sem er inni á flestum íslenskum heimilum.....

Dagur 17

Ég náði ekki að blogga í gær, svo að ég set inn tvær myndir í dag... En ég bakaði piparkökur í gær með Bjarka Þór, og honum fannst það rosa gaman :)

02 December 2008

Dagur 16

Tjörnin í Skeiðó.

01 December 2008

Dagur 15

Það er kalt úti núna... Þessi mynd er tekin í garðinum hjá mömmu og pabba.


Dagur 14

Ég bloggaði ekkert í gær, því að ég komst ekki í það... En ég fór til ömmu í Skeiðó og þar hangir þessi fallega mynd fyrir ofan rúmið hennar.