25 March 2010

Fleiri blogg......

Ég er enn að "safna" mér bloggsíðum ;) Nú er ég líka komin með prjónablogg :) Endilega kíkið !!!!

http://prjonablogg.blogspot.com/

Kannski ég fari svo líka að vera duglegri að blogga aftur, en lofa samt engu ;)

08 September 2009

Prjóniprjóniprjón

Þessa dagana sit ég og dunda mér við að prjóna :)

Ég er að prjóna æðislega hálskraga úr norskri ull. Og útkomuna má sjá hér Endilega kíkið ;)

24 August 2009

Fyrsta klippingin !!!!!

Steinar Örn var kominn með svo mikinn lubba að hann var farinn að líta út eins og lítið tröllabarn !!!


Þannig að það var ákveðið að láta klippa strákinn !!!! Það gekk nú ágætlega í fyrstu.....

En svo var hann eiginlega bara EKKERT sáttur við þetta og lét sko alveg vita af því :)

En þetta tókst nú allt saman að lokum :)

Og nú er hann ekki lengur eins og lítill tröllastrákur :) Finnst ykkur hann ekki fínn ????

21 July 2009

1 árs afmæli

Steinar Örn verður eins árs eftir nokkra daga, VÁ, hvað tíminn líður hratt !!! EINS ÁRS !!! litli kúturinn okkar. Þetta er líka búið að vera skemmtilegt ár, og gaman að fylgjast með þeim bræðrum saman. Þeir eru svo góðir við hvorn annan það er svo skemmtilegt að sjá hvernig bræðra kærleikurinn þróast og það er svo greinilegt hvað þeim þykir vænt um hvorn annan !!! Bjarki Þór er alltaf að passa upp á litla bróðir sinn, og lætur okkur vita ef það amar eitthvað að hjá honum. Hann er líka alltaf voða góður við hann og knúsar hann og kyssir oft á dag... mjög mjúklega, því að hann veit að litli bróðir er svo lítill :) Hann er líka duglegur að lána honum dót og leika við hann, en þeir eru líka stundum farnir að bítast um dótið, Steinar Örn vill iðulega hafa dót sem Bjarki Þór er með og svo öfugt. Eini munurinn á þeim er sá að ef Steinar Örn vill fá eitthvað sem Bjarki Þór er með þá gefur Bjarki Þór sig alltaf á endanum og lánar litla bróður dótið, en það gerir Steinar Örn yfirleitt ekki ;) Hann er sko með stórt og ákveðið skap litli ljónsunginn okkar ;) Það er sko oft mikið um að vera á heimilinu, með tvo stráka með svona stuttu millibili og auðvitað er mamman líka stundum þreytt.... En ég kvarta svosem ekki, ég á tvo fallega og heilbrigða hrausta stráka og er MJÖG þakklát fyrir það. Ég get nú stundum ekki annað en hlegið af sjálfri mér.... Ég var búin að vera ein heima með strákana eina helgina, því að Birgir fór í veiðiferð með vinum sínum ( sem betur fer fékk ég nú samt hjálp frá mömmu, pabba og Hjördísi því að Bjarki Þór fékk að gista þar eina nóttina sem Birgir var í burtu og svo kom Hjördís hingað og aðstoðaði mig líka) En allavega, ég var búin að vera ein með þeim þegar Bjarki Þór lítur á mig svoldið kvefaður og segir "mamma, það er HOR" (hann þolir ekki að vera ekki hreinn í framan) ég segist ætla að snýta honum og hleyp inn á baðherbergi til að sækja bréf og þegar ég kem aftur inn í stofu, þá arka ég að Steinari Erni og snýti honum en ekki bjarka Þór !!! Bjarki Þór stóð bara og horfði á mig með tveimur stórum, saklausum undrunar augum og vissi eiginlega ekki hvað hann átti að segja. En hann varð samt mjög feginn þegar ég fattaði að ég var að þurrka röngum strák um nefið og fór og sótti bréf fyrir HANN !!! Já, lífið byrjar sko fyrir alvöru þegar maður eignast þessa gullmola !!!



En af tilefni af afmæli Steinars Arnar vorum við með smá veislu um helgina. Þetta skiptið fékk ég að velja afmælisþemað og hvernig kaka átti að vera. Og það var Bangsímon. Ég skellti í eina súkkulaði köku og skreytti hana með Bangsímon mynd.

Og var bara nokkuð ánægð með hana :) Hvað finnst ykkur ???




Hér er svo veislu borðið :) Nammi namm !!!



Bjarki Þór, Torkil og Birgir Þór að leika inni í herberginu hans Bjarka Þórs.



Steinar Örn og Bjarki Þór fengu báðir FULLT af pökkum :)




Birgir að sýna Steinari Erni hvernig nýja lestin sem hann fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa í Skeiðó virkar :)





Honum fannst hún ÆÐISLEG !!!! og leikur sér endalaust með hana :)






og svo í lokin, ein mynd af mér og afmælisbarninu :)
Takk fyrir komuna allir sem komu og takk, takk, takk fyrir allar fínu gjafirnar sem strákarnir fengu !!!!

15 June 2009

Afmælisveisla

Við héldum upp á afmælið hans Bjarka Þórs um helgina : ) Vá, mér finnst ótrúlegt að hann sé orðinn 3 ára !!! En ennþá ótrúlegra finnst mér samt að á þessum 3 árum erum við búin að eignast tvo yndislega stráka !!!! Að hugsa sér hvað lífið er orðið dýrmætt og við orðin rík !!! Amma Ella sagðist alltaf vera rík og einhverntíman spurði eitthvert barnabarnið hennar hana að því hvort hún væri rík. Amma svaraði að bragði, já, ég er sko rík. Nú, sagði þá barnið, og hvað áttu ?? Nú, ég á fólk svaraði þá amma. En það fannst barnabarninu hennar sko EKKI að vera rík !!! Þessa sögu sagði amma mér alltaf þegar ég fór til hennar. Hún talaði alltaf um það hvað hún væri rík, nú skil ég hana, því að ég er svo sannarlega RÍK !!! Og betra ríkidæmi er ekki hægt að öðlast en að eiga falleg hraust og yndisleg börn.

Og nú er stóri strákurinn minn orðinn 3 ára... og svo er bara rúmur mánuður í 1 árs afmæli hjá litla kút :) ótrúlegt.


En hann Bjarki Þór ákvað fyrir löngu síðan að hann ætlaði að hafa ljónaköku í afmælinu sínu, svo að ég bakaði að sjálfsögðu ljónaköku fyrir strákinn. Hann var sko glaður með það :)



Svo var líka 3 ára rice krispies kaka :)



Og svona leit veisluborðið út..... girnilegt ;)

Hann var svooo sáttur og glaður með daginn :) Og ánægður með allar fínu gjafirnar sem hann fékk líka :) Takk kærlega fyrir komuna þið sem komuð og takk fyrir allar fínu gjafirnar sem hann fékk :)

23 May 2009

Í sveitinni


Við fórum í sveitina um daginn að skoða litlu lömbin. Fjóla fór með okkur og sýndi okkur lömbin í sveitinni hennar :) Bjarka Þór fannst það æðislegt, en í fyrstu var hann reyndar svoldið smeykur en hann jafnaði sig fljótt á því og fannst þetta voðalega spennandi allt saman. Hann sá kindur og lömb, kýr og kálfa, hesta og folöld, hunda og hvolpa, fugla og unga í hreiðri.


Já þetta var skemmtileg ferð og hann talar mikið um "sveitina hennar Fjólu"


Svo fórum við í húsdýragarðinn á fimmtudaginn og sáum öll dýrin þar, þar sáum við líka pínulitla og ótrúlega sæta grísi. Við sáum líka selina, ref, hana og hænur, geitur, kanínur og svo fékk Bjarki Þór að klappa naggrísi :) Við tókum með okkur nesti og Bjarka Þór fannst meiriháttar að sitja í kerrunni með nesti og skoða dýrin.


Á mánudaginn eru Bjarki Þór og Birgir Þór að fara í sveitina með leikskólanum hans Bjarka Þórs að skoða litlu lömbin. Svo fara þeir með rútu sem verður eflaust mikið sport !!!


07 May 2009

Krútt


Æ, mér fannst þessi mynd svo krúttleg :) Varð bara að setja hana hér inn ;)


30 April 2009

Nýtt blogg :)

Ég vildi bara láta ykkur vita að ég er komin með þriðju bloggsíðuna mína, endilega kíkið á hana, en linkurinn á hana er hérna til hliðar og hún heitir Heitir Hitapokar frá Hjartanu :)
Svo er ég líka með bloggið Húsráð og Hugmyndir, endilega að kíkja á það líka ;)

http://husogheimili.blogspot.com/

http://bjorkdesign.blogspot.com/

Svo segi ég bara GÓÐA HELGI :)

24 April 2009

Jón Steinar fréttamaður

Eins og þið kannski vitið þá er Jón Steinar "litli" bróðir í háskólanum á Akureyri að læra fjölmiðlafræði. Hann er búinn að vera þar síðan um áramótin síðustu og stendur sig með prýði. Hann skrifar reglulega fréttir inn á www.landpostur.is og svo var hann í dag að taka viðtal fyrir fréttavefinn www.akureyri.net við frambjóðanda vinstri grænna í norð austur kjördæmi. Hér kemur svo linkurinn á fréttina. Endilega kíkið á þetta. Mér fannst þetta rosalega flott hjá honum og fagmennlega gert.

http://www.akureyri.net/frettir/2009/04/24/olik-sjonarmid-standa-ekki-i-vegi-fyrir-vinstristjorn/

Góða helgi,
Og ekki gleyma að kjósa á morgunn !!!!!

Kveðja, Fríða

23 April 2009

Gleðilegt sumar !!!!

Ég vildi bara monta mig aðeins ;) Mér fannst Bjarki Þór svo duglegur, en hann teiknaði þessa sætu "höfuðfætlu" og var svo ánægður með sig :)



Annars er allt bara við það sama hjá okkur og lífið gengur sinn vanagang :) Bjarki Þór unir sér vel á leikskólanum, eða ég ætti reyndar að segja Lilli klifurmús unir sér vel á leikskólanum, því að það segist hann heita þessa dagana ;) Hann var nú samt voða glaður að fá að vera heima í dag og leika sér :) Hann nýtur þess að vera heima og dunda sér í dótinu sínu.

Steinar Örn stækkar og stækkar og er orðinn voða duglegur, hann skríður "skæruliðaskriði" út um alla íbúð og rúllar sér um þess á milli ;) Hann er líka farinn að standa upp og það er sko mikið sport !!! Þá hlær hann og skríkir. Hann er líka aðeins farinn að myndast við að segja orð og kallar oft hástöfum í mömmu sína !!!

En nóg um það. Ég ætla bara að enda á því að óska ykkur gleðilegs sumars og þakka ykkur fyrir veturinn. Vonandi verður sumarið viðburðaríkt og skemmtilegt hjá ykkur öllum !!!

Þar til næst. Bless bless :)

12 April 2009

Gleðilega páska :)

Ég vildi bara óska ykkur gleðilegra páska og vonandi hafið þið það gott yfir hátíðirnar. Slakið á og njótið þess að vera með fjölskyldum og vinum.

Bjarki Þór hjálpði mér að skreyta páskagreinarnar. Honum fannst það voða gaman og stendur oft og skoðar greinarnar og skrautið :)



Bjarki Þór gerði þennan páskaunga í leikskólanum sínum :) Mér fannst hann svo krúttlegur :)

Og þennan páksaunga málði hann líka. Hann hafði miklar áhyggjur af því að hann er bara með einn væng og getur því ekki flogið ;)


03 April 2009

"Afmæli"

Við Birgir erum búin að vera saman í 7 ár í dag, 3. apríl. Í tilefni dagsins bakaði ég köku handa honum :)

Svo vil ég bara segja góða helgi við ykkur sem nennið að lesa bloggið mitt. Og endilega skrifið komment, ég sé að það eru margir sem kíkja hingað daglega, en greinilega ekki allir sem skilja eftir skilaboð... Það er svo gaman að sjá HVERJIR kíkja hingað inn ;)

10 March 2009

Hlaupabólan !!!

Já, nú er hlaupabólan komin í heimsókn til okkar. Bjarki Þór er búinn að vera með hlaupabóluna síðan á föstudag. Við erum því bara heima þessa dagana og dundum okkur.


Hér koma svo nokkrar myndir frá rólegum veikindadögum.

Bræðurnir að leika sér "saman" Þeir sitja stundum báðir á leikmottunni hans Steinars Arnar og dunda sér og kúra saman :)



Steinari Erni finnst voða gott að naga eyrað á sniglinum sínum :) Algjört krútt !!!

Bjarki Þór fékk að mála mynd :) Rosa duglegur !!!

01 March 2009

Afmælisveisla

Birgir átti afmæli í gær og við vorum með smá veislu :)

Þetta er veisluborðið :) Girnilegt ekki satt ??

Svo var ég með svona ávaxtabakka, það verður nú að vera smá hollusta líka, er það ekki ??

Amma Dísa og Jón Steinar komu með pakka fyrir Bjarka Þór :)

Amma Jóna að leika við Steinar Örn :)


Bjarki Þór og pabbi afmælis"barn" :)

Til hamingju með daginn Birgir :)

23 February 2009

Til sölu.....

Jæja, nú er ég HÆTT að telja dagana !!! Þar sem ég næ ekki að blogga á hverjum degi, þá er hvort eð er ekkert að marka þessa talningu :)

En mig langaði til að sýna ykkur þessa grjóna-hitapoka sem ég er að sauma og selja :)

Hvernig líst ykkur á ??

Mér fannst þetta efni svo flott :)

Og svo er ein nærmynd af einum pokanum :)

22 February 2009

Dagur 32

Í dag er svart og Hvítt.


Mamma með Steinar Örn, og Steinar Örn með svarta og hvíta kúrukisann hans Bjarka Þórs.

Hjördís Lind Belja !!!

Handa,- og fótafar síðan Bjarki Þór var lítill og mynd af okkur Birgi með Bjarka Þór nýfæddann.


Gullmolarnir mínir :) Steinar Örn og Bjarki Þór.

21 February 2009

Dagur 31

Fjólublár dagur.
Ég fann nokkra fjólubláa hluti :)

Þetta klakabox nota ég mikið. Ég nota það fyrir matinn sem ég mauka handa Steinari Erni


Þessar fjólubláu Eyrnaslapaskeiðar eru í miklu uppáhaldi hjá Bjarka Þór þessa dagana :)
Bjarki Þór bjó til þennan flotta bolluvönd, og ætlar að "bolla" mömmun sína á morgunn, spurning hvort hann græði kannski eina bollu á því eða svo ;)

Og hér kemur svo flotti bolluvöndurinn :)


Amma hans Birgis málaði þessa mynd handa okkur. Þetta er mynd af þrem litlum eyjum við Vestmannaeyjar. Mér finnst myndin mjög falleg.

Á morgunn er svo svartur og hvítur dagur :)

20 February 2009

Dagur 30

Dagurinn í dag er Appelsínugulur. Úff, það er frekar lítið um þann lit á mínu heimili :)

En eitthvað fann ég.

Ég á nokkra Tupperware hluti sem eru appelsínugulir, en það eru vatnskannan mín, fjölnota skafa og sílikon "húsbóndi" sem er algjörlega ómissandi :)




Þessa afmæliskórónu fékk Bjarki Þór á leikskólanum sínum á afmælisdaginn sinn í fyrra.


Nokkrar appelsínugular bækur sem ég fann í hillunni hans Bjarka Þórs :) Gamlar og góðar !!!


Sundtaskan mín er appelsínugul. Sæt og sumarleg :)

Á morgun er svo Fjólublátt þema :) Spennandi að sjá hvort ég eigi eithvað í þeim lit.....

19 February 2009

Dagur 29

Jæja, dagurinn í dag er Gulur !!! Og ég verð nú bara að segja að ég fann EKKERT gult dót frá mér sjálfri..... En strákarnir eiga eitthvað gult dót, og hér koma myndir af því :)




Bjarki Þór á þessa flottu dótaryksugu sem hann fékk í afmælisgjöf frá Jóni Steinari og Fjólu. Hann hjálpar mér iðulega að ryksuga íbúðina :)




Bjarki Þór á líka þessa púsl kubba, en þeir eru með mynd af Bangsímon og félögum.


Þetta er fyrsti bangsinn hans Steinars Arnar, Hjördís Lind gaf honum hann. Það passaði svo vel að hann fékk ljón sem fyrsta bangsa, því að stjörnumerkið hans er ljón :)


Leikgrindin hans Steinars Arnar er gul, og hérna er hann að leika sér með hana :)

Þetta er það eina gula sem ég á ;) Mjólk, sítrónusafi og majones :)

Dagurinn á morgunn er Appelsínugulur :)