23 February 2009

Til sölu.....

Jæja, nú er ég HÆTT að telja dagana !!! Þar sem ég næ ekki að blogga á hverjum degi, þá er hvort eð er ekkert að marka þessa talningu :)

En mig langaði til að sýna ykkur þessa grjóna-hitapoka sem ég er að sauma og selja :)

Hvernig líst ykkur á ??

Mér fannst þetta efni svo flott :)

Og svo er ein nærmynd af einum pokanum :)

22 February 2009

Dagur 32

Í dag er svart og Hvítt.


Mamma með Steinar Örn, og Steinar Örn með svarta og hvíta kúrukisann hans Bjarka Þórs.

Hjördís Lind Belja !!!

Handa,- og fótafar síðan Bjarki Þór var lítill og mynd af okkur Birgi með Bjarka Þór nýfæddann.


Gullmolarnir mínir :) Steinar Örn og Bjarki Þór.

21 February 2009

Dagur 31

Fjólublár dagur.
Ég fann nokkra fjólubláa hluti :)

Þetta klakabox nota ég mikið. Ég nota það fyrir matinn sem ég mauka handa Steinari Erni


Þessar fjólubláu Eyrnaslapaskeiðar eru í miklu uppáhaldi hjá Bjarka Þór þessa dagana :)
Bjarki Þór bjó til þennan flotta bolluvönd, og ætlar að "bolla" mömmun sína á morgunn, spurning hvort hann græði kannski eina bollu á því eða svo ;)

Og hér kemur svo flotti bolluvöndurinn :)


Amma hans Birgis málaði þessa mynd handa okkur. Þetta er mynd af þrem litlum eyjum við Vestmannaeyjar. Mér finnst myndin mjög falleg.

Á morgunn er svo svartur og hvítur dagur :)

20 February 2009

Dagur 30

Dagurinn í dag er Appelsínugulur. Úff, það er frekar lítið um þann lit á mínu heimili :)

En eitthvað fann ég.

Ég á nokkra Tupperware hluti sem eru appelsínugulir, en það eru vatnskannan mín, fjölnota skafa og sílikon "húsbóndi" sem er algjörlega ómissandi :)




Þessa afmæliskórónu fékk Bjarki Þór á leikskólanum sínum á afmælisdaginn sinn í fyrra.


Nokkrar appelsínugular bækur sem ég fann í hillunni hans Bjarka Þórs :) Gamlar og góðar !!!


Sundtaskan mín er appelsínugul. Sæt og sumarleg :)

Á morgun er svo Fjólublátt þema :) Spennandi að sjá hvort ég eigi eithvað í þeim lit.....

19 February 2009

Dagur 29

Jæja, dagurinn í dag er Gulur !!! Og ég verð nú bara að segja að ég fann EKKERT gult dót frá mér sjálfri..... En strákarnir eiga eitthvað gult dót, og hér koma myndir af því :)




Bjarki Þór á þessa flottu dótaryksugu sem hann fékk í afmælisgjöf frá Jóni Steinari og Fjólu. Hann hjálpar mér iðulega að ryksuga íbúðina :)




Bjarki Þór á líka þessa púsl kubba, en þeir eru með mynd af Bangsímon og félögum.


Þetta er fyrsti bangsinn hans Steinars Arnar, Hjördís Lind gaf honum hann. Það passaði svo vel að hann fékk ljón sem fyrsta bangsa, því að stjörnumerkið hans er ljón :)


Leikgrindin hans Steinars Arnar er gul, og hérna er hann að leika sér með hana :)

Þetta er það eina gula sem ég á ;) Mjólk, sítrónusafi og majones :)

Dagurinn á morgunn er Appelsínugulur :)

18 February 2009

Dagur 28

Í dag er Grænn dagur. Ég á nú ekki mikið af grænum hlutum, en eftir MIKLA leit fann ég 3 hluti sem ég gat tekið mynd af og sett hér inn. Og hér koma þeir :)

Þetta er peningablómið mitt, það heitir Mánagull og sagt er að ef það dafnar vel hjá þér, þá áttu að eiga níg að bíta og brenna :)
Þennan bolla keyptu tengdaforeldrar mínir handa okkur í Finnlandi fyrir 2 árum. Með myndum úr Múmínævintýrinu :)

Þetta eru verðlaunin fyrir myndaleikinn sem ég setti inn á síðuna mína í desember. Ég er loksins búin að draga út vinningshafan/n og fær hann/hún sendann þennan pakka innan skamms. Ég læt ekki í ljós hver vinningshafin/n er fyrr en pakkinn er kominn í réttar hendur.

17 February 2009

Dagur 27

Litur dagsins í dag er Blár. Og hér koma nokkrar myndir af bláum hlutum sem ég á :)



Þetta eru skírnarkerti strákanna minna. En þau eru handmáluð af nunnunum í Karmelklaustri í Hafnarfirði.

Strákarnir eiga þessa sætu bangsa. Á öðrum þeirra stendur Bjarki og á hinum stendur litli bróðir :) En langamma þeirra Lísa gaf þeim þá.

Eldhúsgardínurnar mínar sem ég saumaði fyrir nokkrum árum :)

Þetta er eitt af uppáhalds "heimilistækjunum" mínum. En þetta er rykmoppa sem moppar gólfin fyrir mig á meðan ég er ekki heima !!!! ALGJÖR SNILLD !!!!

16 February 2009

Dagur 26

Ég fékk aðra áskorun frá Önnu Lísu. En það er að setja inn myndir á hverjum degi í þessari viku af einum lit á dag. Liturinn í dag er Rauður



Bjarki Þór bjó þetta dagatal til handa okkur Birgi og gaf okkur það í jólagjöf :)


Þetta er fyrsti Liverpool búningurinn hans Bjarka Þór.



Bjarki Þór málaði þennan jólasvein á leikskólanum fyrir jólin. Rosa flottur :)

Rauði Glitnis fótbolta-sparibaukurinn sem Jón Steinar gaf Bjarka Þór einusinni.

11 February 2009

Dagur 25

Ég fékk áskorun frá Önnu lísu í gær, og á að sýna hér uppáhalds eldhúshlutina mína :)
Og hér koma því nokkur af uppáhalds eldhúsáhöldunum mínum.



Fyrst af öllu eru að sjálfsögðuTupperware sílikon bökunarmótin mín:) Ég gæti ekki án þerra verið :)


Tupperware vigtin mín og gamla "hveiti"skeiðin hennar ömmu Ellu :)

Pizzahnífurinn minn, Pizzaspaðinn og svína-ís-skeiðin sem Hjördís Lind gaf mér einusinni:)




Og síðast en ekki síst, Tupperware klakaboxið mitt, sem ég nota fyrir maukaða grænmetið og ávextina fyrir Steinar Örn :)

Ég ætla að skora á TVÆR manneskjur en það eru Erla Eyþórs og Jón Steinar bróðir (Því að hann er farinn að búa og gaman að sjá hans uppáhaldsáhöld líka )