21 July 2009

1 árs afmæli

Steinar Örn verður eins árs eftir nokkra daga, VÁ, hvað tíminn líður hratt !!! EINS ÁRS !!! litli kúturinn okkar. Þetta er líka búið að vera skemmtilegt ár, og gaman að fylgjast með þeim bræðrum saman. Þeir eru svo góðir við hvorn annan það er svo skemmtilegt að sjá hvernig bræðra kærleikurinn þróast og það er svo greinilegt hvað þeim þykir vænt um hvorn annan !!! Bjarki Þór er alltaf að passa upp á litla bróðir sinn, og lætur okkur vita ef það amar eitthvað að hjá honum. Hann er líka alltaf voða góður við hann og knúsar hann og kyssir oft á dag... mjög mjúklega, því að hann veit að litli bróðir er svo lítill :) Hann er líka duglegur að lána honum dót og leika við hann, en þeir eru líka stundum farnir að bítast um dótið, Steinar Örn vill iðulega hafa dót sem Bjarki Þór er með og svo öfugt. Eini munurinn á þeim er sá að ef Steinar Örn vill fá eitthvað sem Bjarki Þór er með þá gefur Bjarki Þór sig alltaf á endanum og lánar litla bróður dótið, en það gerir Steinar Örn yfirleitt ekki ;) Hann er sko með stórt og ákveðið skap litli ljónsunginn okkar ;) Það er sko oft mikið um að vera á heimilinu, með tvo stráka með svona stuttu millibili og auðvitað er mamman líka stundum þreytt.... En ég kvarta svosem ekki, ég á tvo fallega og heilbrigða hrausta stráka og er MJÖG þakklát fyrir það. Ég get nú stundum ekki annað en hlegið af sjálfri mér.... Ég var búin að vera ein heima með strákana eina helgina, því að Birgir fór í veiðiferð með vinum sínum ( sem betur fer fékk ég nú samt hjálp frá mömmu, pabba og Hjördísi því að Bjarki Þór fékk að gista þar eina nóttina sem Birgir var í burtu og svo kom Hjördís hingað og aðstoðaði mig líka) En allavega, ég var búin að vera ein með þeim þegar Bjarki Þór lítur á mig svoldið kvefaður og segir "mamma, það er HOR" (hann þolir ekki að vera ekki hreinn í framan) ég segist ætla að snýta honum og hleyp inn á baðherbergi til að sækja bréf og þegar ég kem aftur inn í stofu, þá arka ég að Steinari Erni og snýti honum en ekki bjarka Þór !!! Bjarki Þór stóð bara og horfði á mig með tveimur stórum, saklausum undrunar augum og vissi eiginlega ekki hvað hann átti að segja. En hann varð samt mjög feginn þegar ég fattaði að ég var að þurrka röngum strák um nefið og fór og sótti bréf fyrir HANN !!! Já, lífið byrjar sko fyrir alvöru þegar maður eignast þessa gullmola !!!



En af tilefni af afmæli Steinars Arnar vorum við með smá veislu um helgina. Þetta skiptið fékk ég að velja afmælisþemað og hvernig kaka átti að vera. Og það var Bangsímon. Ég skellti í eina súkkulaði köku og skreytti hana með Bangsímon mynd.

Og var bara nokkuð ánægð með hana :) Hvað finnst ykkur ???




Hér er svo veislu borðið :) Nammi namm !!!



Bjarki Þór, Torkil og Birgir Þór að leika inni í herberginu hans Bjarka Þórs.



Steinar Örn og Bjarki Þór fengu báðir FULLT af pökkum :)




Birgir að sýna Steinari Erni hvernig nýja lestin sem hann fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa í Skeiðó virkar :)





Honum fannst hún ÆÐISLEG !!!! og leikur sér endalaust með hana :)






og svo í lokin, ein mynd af mér og afmælisbarninu :)
Takk fyrir komuna allir sem komu og takk, takk, takk fyrir allar fínu gjafirnar sem strákarnir fengu !!!!