23 April 2009

Gleðilegt sumar !!!!

Ég vildi bara monta mig aðeins ;) Mér fannst Bjarki Þór svo duglegur, en hann teiknaði þessa sætu "höfuðfætlu" og var svo ánægður með sig :)



Annars er allt bara við það sama hjá okkur og lífið gengur sinn vanagang :) Bjarki Þór unir sér vel á leikskólanum, eða ég ætti reyndar að segja Lilli klifurmús unir sér vel á leikskólanum, því að það segist hann heita þessa dagana ;) Hann var nú samt voða glaður að fá að vera heima í dag og leika sér :) Hann nýtur þess að vera heima og dunda sér í dótinu sínu.

Steinar Örn stækkar og stækkar og er orðinn voða duglegur, hann skríður "skæruliðaskriði" út um alla íbúð og rúllar sér um þess á milli ;) Hann er líka farinn að standa upp og það er sko mikið sport !!! Þá hlær hann og skríkir. Hann er líka aðeins farinn að myndast við að segja orð og kallar oft hástöfum í mömmu sína !!!

En nóg um það. Ég ætla bara að enda á því að óska ykkur gleðilegs sumars og þakka ykkur fyrir veturinn. Vonandi verður sumarið viðburðaríkt og skemmtilegt hjá ykkur öllum !!!

Þar til næst. Bless bless :)

4 comments:

Anna Lisa said...

Æ, thær eru svo sætar alltaf thessar höfudfætlur :)
Okkur hlakkar mikid til sumarsins lìka. Gledilegt sumar Frìda.
Kysstu gullmolana frà mèr
Klem

mamma said...

Falleg mynd hjá Bjarka Þór hann er duglegur að teikna.
Gleðilegt sumar mamma.

Anonymous said...

Gleðilegt sumar kæra vinkona :)

Æðisleg höfuðfætlan hjá Bjarka Þór, ég á ennþá þær fyrstu frá krökkunum :)

knúsar og kossar Eva

Jón Steinar said...

Hann er efnilegur í myndlistinni ;)