23 May 2009

Í sveitinni


Við fórum í sveitina um daginn að skoða litlu lömbin. Fjóla fór með okkur og sýndi okkur lömbin í sveitinni hennar :) Bjarka Þór fannst það æðislegt, en í fyrstu var hann reyndar svoldið smeykur en hann jafnaði sig fljótt á því og fannst þetta voðalega spennandi allt saman. Hann sá kindur og lömb, kýr og kálfa, hesta og folöld, hunda og hvolpa, fugla og unga í hreiðri.


Já þetta var skemmtileg ferð og hann talar mikið um "sveitina hennar Fjólu"


Svo fórum við í húsdýragarðinn á fimmtudaginn og sáum öll dýrin þar, þar sáum við líka pínulitla og ótrúlega sæta grísi. Við sáum líka selina, ref, hana og hænur, geitur, kanínur og svo fékk Bjarki Þór að klappa naggrísi :) Við tókum með okkur nesti og Bjarka Þór fannst meiriháttar að sitja í kerrunni með nesti og skoða dýrin.


Á mánudaginn eru Bjarki Þór og Birgir Þór að fara í sveitina með leikskólanum hans Bjarka Þórs að skoða litlu lömbin. Svo fara þeir með rútu sem verður eflaust mikið sport !!!


3 comments:

Anna Lisa said...

Èg held ad Bjarki Thòr verdi algjör sveitakarl eftir thessar skemmtilegu heimsòknir :)
Gaman fyrir hann ad fà ad kynnast dyrunum.
Hafid thad gott öll
Kvedja
Anna Lìsa

Fjóla Signý said...

já.. þetta var sko skemmtileg og vel heppnuð ferð..:)

mamma said...

Þetta hefur verið gaman hjá ykkur og Fjóla góð að fara mrð ykkur.
Kveðja mamma.