15 June 2009

Afmælisveisla

Við héldum upp á afmælið hans Bjarka Þórs um helgina : ) Vá, mér finnst ótrúlegt að hann sé orðinn 3 ára !!! En ennþá ótrúlegra finnst mér samt að á þessum 3 árum erum við búin að eignast tvo yndislega stráka !!!! Að hugsa sér hvað lífið er orðið dýrmætt og við orðin rík !!! Amma Ella sagðist alltaf vera rík og einhverntíman spurði eitthvert barnabarnið hennar hana að því hvort hún væri rík. Amma svaraði að bragði, já, ég er sko rík. Nú, sagði þá barnið, og hvað áttu ?? Nú, ég á fólk svaraði þá amma. En það fannst barnabarninu hennar sko EKKI að vera rík !!! Þessa sögu sagði amma mér alltaf þegar ég fór til hennar. Hún talaði alltaf um það hvað hún væri rík, nú skil ég hana, því að ég er svo sannarlega RÍK !!! Og betra ríkidæmi er ekki hægt að öðlast en að eiga falleg hraust og yndisleg börn.

Og nú er stóri strákurinn minn orðinn 3 ára... og svo er bara rúmur mánuður í 1 árs afmæli hjá litla kút :) ótrúlegt.


En hann Bjarki Þór ákvað fyrir löngu síðan að hann ætlaði að hafa ljónaköku í afmælinu sínu, svo að ég bakaði að sjálfsögðu ljónaköku fyrir strákinn. Hann var sko glaður með það :)



Svo var líka 3 ára rice krispies kaka :)



Og svona leit veisluborðið út..... girnilegt ;)

Hann var svooo sáttur og glaður með daginn :) Og ánægður með allar fínu gjafirnar sem hann fékk líka :) Takk kærlega fyrir komuna þið sem komuð og takk fyrir allar fínu gjafirnar sem hann fékk :)

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju aftur með stóra prinsinn ykkar :D Kv. Lólý

frida said...

Takk fyrir það :)

Anna Lisa said...

Til hamingju med yndislega str\akinn ykkar.
Flott veisla!!!
Vildi èg hefdi getad verid tharna.
Kv
Anna Lìsa

mamma said...

Þetta var flott 3.ára afmælisveisla.
Til hamingju með flotta 3.ára strákinn ykkar.
mamma

Anika Karen said...

namnamnam! Eg gleder meg til å komme i sommar å ver i selskapet til Steinar örn :)
Klem og knos frà Anika :)

Erla said...

Vá, ljónakakan heppnaðist ekkert smá vel!! Sá hefur verið sæll :D
Til hamingju enn og aftur með stóra strákinn ykkar :)

Anonymous said...

Til hamingju með prinsinn :D

Æðisleg kakan.
knús á ykkur

kv Eva