19 February 2009

Dagur 29

Jæja, dagurinn í dag er Gulur !!! Og ég verð nú bara að segja að ég fann EKKERT gult dót frá mér sjálfri..... En strákarnir eiga eitthvað gult dót, og hér koma myndir af því :)




Bjarki Þór á þessa flottu dótaryksugu sem hann fékk í afmælisgjöf frá Jóni Steinari og Fjólu. Hann hjálpar mér iðulega að ryksuga íbúðina :)




Bjarki Þór á líka þessa púsl kubba, en þeir eru með mynd af Bangsímon og félögum.


Þetta er fyrsti bangsinn hans Steinars Arnar, Hjördís Lind gaf honum hann. Það passaði svo vel að hann fékk ljón sem fyrsta bangsa, því að stjörnumerkið hans er ljón :)


Leikgrindin hans Steinars Arnar er gul, og hérna er hann að leika sér með hana :)

Þetta er það eina gula sem ég á ;) Mjólk, sítrónusafi og majones :)

Dagurinn á morgunn er Appelsínugulur :)

4 comments:

Anna Lisa said...

Flott og gult :) Sætur og duglegur hann Steinar Örn sem leikur sèr med dòtid sitt :) Dùlla!! Thad verdur spennandi ad sjà appelsìngult à morgun. Èg à sem betur fer Hagkaupsbækurnar og appelsìnur ;)
Klem

Unknown said...

Fine gule innslag!!
Klem

Anonymous said...

Ég sá gulan bíl um daginn og gulur maður undir stýri:)
mamma gamla.

Erla said...

gulur er soldið erfiður litur held ég og hvað þá appelsínugulur!
En mér finnst þetta ljón eitt það ofurkrúttlegasta!